Kári Kristján frá vegna meiðsla

18.01.2018
 Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV í handbolta, tognaði aftan í læri í leik íslenska landsliðsins gegn Serbíu á Evrópumótinu í Króatíu á dögunum. Í samtali við mbl.is sagðist Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, óttast að Kári yrði frá hið minnsta í fjórar vikur og að hann muni því missa af einhverjum leikjum fram í febrúar.