Jafntefli niðurstaðan eftir ótrúlega endurkomu - myndir

24.01.2018
 ÍBV og Haukar gerðu jafntefli þegar liðin mættust í 14. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld, lokastaða 27:27.   Leikurinn var vægast sagt sveiflukenndur en þegar 25. mínútur voru liðnar voru Eyjakonur tíu mörkum undir. Náðu þær þó að laga stöðuna fyrir hálfleik og var munurinn sjö mörk þegar flautan gall.   Liðsmenn ÍBV náðu síðan góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks og þegar korter lifði leiks var staðan jöfn, 20:20. Þegar einungis fimm mínútur voru til leiksloka var ÍBV með tveggja marka forystu og stefndi allt í sigur þeirra hvítklæddu. Á lokamínútunni fór Eyjaliðið hins vegar illa að ráði sínu og endaði ótímabært skot hátt yfir markinu. Spennan var því gríðarleg þegar Haukar héldu af stað í síðustu sókn leiksins en hún endaði með víti á síðustu sekúndu leiksins. Liðsmanni Hauka brást ekki bogalistinn og tryggði Haukum stig. Svekkjandi niðurstaða fyrir ÍBV sem var hársbreidd frá sigri.   Markahæst í liði ÍBV var Sandra Erlingsdóttir en hún skoraði 11 mörk, þar af sex úr víti. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var með átta skot varin.   Eftir leikinn eru Hauk­ar eru með 22 stig í öðru sæti deild­ar­inn­ar, tveim­ur stig­um á eft­ir Val. ÍBV er hins vegar með 18 stig í fjórða sæt­inu.   - Myndir