ÍBV lagði toppliðið að velli - myndir

30.01.2018
 ÍBV sigraði Val þegar liðin mættust í 15. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld en fyrir leikinn voru Valskonur á toppnum en lið ÍBV í fjórða sæti, lokastaða 31:27. Eyjakonur tóku strax frumkvæðið í leiknum og létu forystuna aldrei af hendi en mestur var munurinn átta mörk.   Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, á eftir henni kom Greta Kavaliauskaite með sjö mörk. Guðnú Jenný Ásmundsdóttir varði 14 skot í markinu.   - myndir