Ingi Sigurðsson gefur kost á sér í aðalstjórn KSÍ

30.01.2018
Ársþingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 10. febrúar. Jóhannes Ólafsson sem setið hefur í stjórn KSÍ síðustu árin mun ekki gefa kost á sér aftur. Ingi Sigurðsson hefur hinsvegar tilkynnt að hann gefi kost á sér í aðalstjórn KSÍ.   Framboð á 72. ársþingi KSÍ   Kosning formanns   Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 71. ársþingi KSÍ í febrúar 2017. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur því á 73. ársþingi KSÍ árið 2019 og er því ekki kosið um formann nú.   Kosning í aðalstjórn. Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalstjórnar:   Ásgeir Ásgeirsson Reykjavík   Gísli Gíslason Akranesi   Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Akranesi   Ingi Sigurðsson Vestmannaeyjum   Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík   Ríkharður Daðason Reykjavík   Rúnar V. Arnarson Reykjanesbæ   Sigmar Ingi Sigurðarson Kópavogi   Valdimar Leó Friðriksson Mosfellsbæ   Valgeir Sigurðsson Garðabær   Kosið verður um fjögur laus sæti í aðalstjórn.