Lífshlaupið hefst á morgun

30.01.2018
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. Lífshlaupið er góður vettvangur fyrir þá sem vilja byrja að hreyfa sig og skrá hreyfinguna markvisst, hafa yfirlit og setja sér markmið. En auk þess að hvetja til hreyfingar daglega þá skapar verkefnið skemmtilega stemningu á vinnustöðum og í skólum sem keppa sín á milli og innanhúss.   Aðalmarkmiðið er að fá sem flesta til að hreyfa sig sem oftast á meðan á keppninni stendur. Fullorðnir að lágmarki 30 mínútur á dag og börn og unglingar að lágmarki 60 mínútur á dag.   Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka: • vinnustaðakeppni frá 31. janúar – 20. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur) • framhaldsskólakeppni frá 31. janúar – 13. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur) • grunnskólakeppni frá 31. janúar – 13. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur) • einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið   Til þess að taka þátt í keppninni þarf að skrá sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is og skrá síðan hreyfinguna