Víkingar áttu sér ekki viðreisnar von gegn öflugum Eyjamönnum - myndir

31.01.2018
 ÍBV rúllaði yfir slakt lið Víkings þegar liðin mættust í Olís-deild karla í kvöld, lokastaða 33:16. Snemma leiks var ljóst í hvað stefndi og er óhætt að segja að liðsmenn Víkings sáu aldrei til sólar.   Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV með níu mörk. Arons Rafn Eðvarðsson og Stephen Nielsen vörðu níu skot hvor í markinu.   - myndir