Eyjamenn í úrslit

09.03.2018
 Karlalið ÍBV í handbolta er komið í úrslit Coca Cola bikarsins eftir sigur á Haukum, lokastaða 27:25.   Það var allt í járnum fyrstu 30 mínúturnar en hálfleikurinn endaði með ótrúlegri atburðarrás þar sem Dagur Arnarsson var sendur út af með rautt spjald.   Haukar voru með yfirhöndina alveg þangað til korter lifði leiks en þá tók við vægast sagt góður kafli hjá Eyjamönnum sem skoruðu næstu níu mörk og breyttu stöðunni í 25:20. Svo fór að Eyjamenn unnu tveggja marka sigur og tryggðu sér farseðilinn í úrslitaleikinn sem fram fer á morgun.   Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson var með 14 skot varin í markinu.