Tökum á móti bikarmeisturum í kvöld

10.03.2018
Eins og áður var greint frá tryggðu karlalið ÍBV í handbolta sér bikarmeistartitilinn eftir þægilegan sigur á Fram, lokastaða 35:27. Liðið og stuðningsmenn munu koma með Herjólfi í kvöld og þeir sem vilja taka móti strákunum geta mætt við bryggju um 22:10. Tökum á móti bikarmeisturunum og fögnum sigrinum saman.