Áfrýja ekki þrátt fyr­ir ærna ástæðu

26.03.2018
Hand­knatt­leiks­deild Sel­foss hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem sagt er að deild­in ætli ekki að áfrýja ákvörðun dóm­stóls HSÍ að vísa frá dómi kæru Sel­foss vegna fram­kvæmd­ar leiks Fram og ÍBV í lokaum­ferð Olís­deild­ar karla í hand­knatt­leik.     Yf­ir­lýs­ing hand­knatt­leiks­deild­ar Sel­foss:   „Hand­knatt­leiks­deild Umf. Sel­foss lýs­ir undr­un sinni yfir þeirri niður­stöðu dóm­stóls­ins að fé­lagið eigi ekki aðild að kæru vegna mistaka í fram­kvæmd leiks sem brjóta klár­lega í bága við leik­regl­ur HSÍ og hafa af­ger­andi áhrif á lok­aniður­stöðu deild­ar­keppni Ol­is­deild­ar­keppni [sic] karla 2017 - 2018. Ótví­rætt er að fé­lagið hef­ur lög­mæta hags­muni af niður­stöðu máls­ins og upp­fyll­ir þar með skil­yrði 33. gr. laga HSÍ sem er nægi­legt skil­yrði fyr­ir aðild að mál­inu. Sú niðurstaða að upp­fylla verði tvenn skil­yrði sömu grein­ar er að mati deild­ar­inn­ar röng túlk­un sem ekki get­ur staðist þar sem fé­lag sem mis­gert er við hef­ur að sjálf­sögðu alltaf hags­muni af niður­stöðu. Þá er lang­sótt sú túlk­un að í op­in­beru móti sem HSÍ ber ábyrgð á eigi fé­lagið ekki aðild eins og hér stend­ur á.   Hand­knatt­leiks­deild Umf Sel­foss tel­ur afar mik­il­vægt að all­ir aðilar sem koma að hand­bolt­a­starfi á Íslandi haldi stöðugt áfram að efla og auka fag­mennsku í hand­katt­leik á öll­um stig­um, þar á meðal í fram­kvæmd móta, leikja, dómgæslu, eft­ir­liti, þjálf­un og um­gjörð allri hjá báðum kynj­um og öll­um ald­urs­flokk­um.   Sú ákvörðun að bæta eft­ir­lits­manni HSÍ á alla leiki í Olís­deild karla var um­deild, ekki síst vegna kostnaðar fyr­ir fé­lög­in. Þeir hafa skil­greint hlut­verk á leikj­um og eiga að hafa góða yf­ir­sýn yfir skipti­svæðið all­an tím­ann og geta gripið inn í, ef nauðsyn kref­ur og í lok hálfleikja hafa þeir aðallega það hlut­verk að fylgj­ast með því að lög­lega sé staðið að inn­á­skipt­ing­um. Keppn­islið verða að gera þá kröfu að þess­ir starfs­menn leiks­ins eins og aðrir skili sínu hlut­verki af fag­mennsku og fram­fylgi rétt­um leik­regl­um.   Þar sem páska­helgi og úr­slita­keppni er framund­an hef­ur hand­knatt­leiks­deild Umf. Sel­foss ákveðið að áfrýja úr­sk­urðinum ekki til áfrýj­un­ar­dóm­stóls HSÍ þrátt fyr­ir að hafa til þess ærna ástæðu, enda er ekki löng­un fé­lags­ins til að vinna deild­ar­meist­ara­titil í dómsal. Kær­an hef­ur þegar skilað þeim ár­angri að vekja verðskuldaða at­hygli á af­drifa­rík­um af­leiðing­um mistaka við fram­kvæmd leiks Fram og ÍBV. Hand­knatt­leiks­hreyf­ing­in verður að hafa kjark til að horf­ast í augu við það þegar af­drifa­rík mis­tök verða í fram­kvæmd leikja og bæta þar úr.   Sel­fyss­ing­ar munu hér eft­ir sem hingað til skila sínu fram­lagi á keppn­is­vell­in­um af heiðarleika í sam­ræmi við leik­regl­ur og hlut­læga fram­kvæmd leikja. Við ósk­um ÍBV til ham­ingju með deild­ar­meist­ara­titil­inn í Olís­deild karla 2017 – 2018 og hlökk­um til kom­andi átaka í úr­slita­keppn­inni.   Sel­fossi, 25. mars 2018   Hand­knatt­leiks­deild Umf. Sel­foss“