Eyjamenn áfram í Áskorendabikarnum eftir stórsigur - myndir

31.03.2018
 ÍBV rótburstaði Krasnodar í átta liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í dag, lokatölur 41:28. Eyjamenn mæta því annað hvort rúm­enska liðinu Turda eða norska liðinu Fyll­ingen í undanúrslitum.   Heimamenn byrjuðu leikinn illa og voru lengi vel undir í fyrri hálfleiknum. Áður en hálfleikurinn var úti voru Eyjamenn hins vegar búnir að snúa blaðinu við og leiddu með fjórum mörkum þegar flautan gall, hálfleikstölur 19:14.   Eftir þetta rúlluðu Eyjamenn yfir gestina sem áttu engin svör við sterkum varnarleik og vel út færðum sóknarleik ÍBV.    Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur í liði ÍBV með níu mörk, einu marki betur en Sigurbergur Sveinsson sem skoraði átta. Næstur kom Theodór Sigurbjörnsson með sjö mörk en hann var að spila sinn fyrsta leik eftir bikarúrslitaleikinn. Aron Rafn Eðvarðsson var einnig frábær í markinu með 18 skot varin.   myndir