ÍBV komið yfir í einvíginu gegn ÍR

13.04.2018
 ÍBV fékk ÍR í heimsókn í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Eyjamenn reyndust sterkari þegar uppi var staðið og sigruðu leikinn með fjögurra marka mun, 22:18.   Leikurinn fór rólega af stað í markaskorun og var staðan einungis 1:1 eftir tíu mínútnar leik. Mikill hiti var í mönnum í kvöld og sló oft í brýnu milli leikmanna án þess þó að beinlínis upp úr syði. Jafnræði var með liðunum í fyrrihálfleik en það voru heimamenn í ÍBV sem leiddu með einu marki þegar flautað var til hálfleiks, staðan 9:8.   Liðsmenn ÍBV mættu sprækir til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótt undirtökunum í leiknum. Svo fór að Eyjamenn sigldu tiltölulega þægilegum sigri í höfn, lokastaða 22:18 eins og fyrr segir.   Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 13 skot í markinu.   Myndir - Óskar Pétur Friðriksson