Mjólkurbikar karla: Eyjamenn úr leik í bikarnum

30.05.2018
Ljóst er að karlalið ÍBV í knattspyrnu mun ekki verja bikarmeistartitilinn eftir að liðið tapaði 3:2 fyrir Íslandsmeisturum Vals í kvöld.   Það tók Valsmenn einungis sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en þar var að verki Sigurður Egill Lárusson.   Kaj Leó í Bartalsstovu jafnaði metin fyrir Eyjamenn í upphafi síðari hálfleiks eftir skot af löngu færi. Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV síðan yfir með marki á 71. mínútu eftir stoðsendingu fyrirliðans Sindra Snæs Magnússonar. Sex mínútu fyrir leikslok jafnaði Sindri Björnsson metin fyrir Valsmenn. Örfá­um mín­út­um síðar fékk Sindri Snær sitt annað gula spjald í leiknum og var fyrir vikið rekinn af velli. Tíu Eyja­menn héldu út og því þurfti að fram­lengja. Þar skoraði Tobias Thomsen sigurmarkið á 101. mínútu og tryggði heimamönnum farseðilinn í átta liða úrslitin. Eyjamenn sitja hins vegar eftir með sárt ennið eftir hetjulega baráttu.