Íslandsmótið í golfi fer fram í Vestmannaeyjum

12.06.2018
Íslandsmótið í golfi 2018 fer fram í Vestmannaeyjum en Golfklúbbur Vestmannaeyja fagnar 80 ára afmæli á þessu ári.   Starfsmenn GV hafa lagt mikla vinnu í því að undirbúa keppnisvöllinn fyrir stærsta golfmót ársins. Sú vinna hefur svo sannarlega skilað árangri. Undanfaranefnd Íslandsmótsins 2018 var á dögunum í skoðunarferð á Vestmannaeyjavelli, er greint frá á vefsíðunni golf.is   Völlurinn er í skínandi góðu ástandi, kemur vel undan vetri og þær aðgerðir sem farið var í vetur hafa skilað árangri. Þeir kylfingar sem hafa leikið í Eyjum á undanförnum vikum eru hæstánægðir með völlinn – og er því haldið fram að ástand vallarins sé með því besta sem þekkist í Eyjum á þessum árstíma.   Vestmannaeyjavöllur skartar sínu fegursta þessa stundina og er svo sannarlega klár í slaginn fyrir Íslandsmótið 2018, segir í frétt.   www.golf.is