Það er svo margt mikilvægara í lífinu en fótbolti og eitt af því er fjölskyldan

27.06.2018
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur útskýrt af hverju hann fékk sér sæti hjá fjölskyldu sinni fyrir leik gegn Króatíu í kvöld, segir í frétt 433.is   Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Króötum og eru strákarnir okkar á heimleið eftir hetjulega baráttu á HM.   Það vakti athygli þegar Heimir fékk sér sæti í stúkunni fyrir leik en hann útskýrði það í leikslok á blaðamannafundi. ,,Það var mikið að gera í gær og ég gat ekki hitt fjölskylduna í gær og sama í dag. Fyrst þau voru svona nálægt bekknum þá settist ég hjá þeim,“ sagði Heimir.   ,,Við fórum yfir hlutina hvernig við ætluðum að leggja Króata af velli. Ég sagði það síðast að það er svo margt mikilvægara í lífinu en fótbolti og eitt af því er fjölskyldan. Við reynum að finna þau gildi sem gefur okkur mest og eitt af því er fjölskyldan.“   ,,Væmið svar við væminni spurningu.“  www.433.is