Eyjamenn niðurlægðir í síðasta leik sumarsins

| 26.09.2009 | 18:57

Eyjamenn niðurlægðir í síðasta leik sumarsins

Lokasprettur Eyjamanna verður vonandi ekki lengi í minnum hafður en ÍBV tapaði síðustu þremur leikjum sínum og markatalan úr þeim leikjum er 14 mörk fengin á sig og þrjú skoruð.  Í dag voru Eyjamenn niðurlægðir í Keflavík þar sem ÍBV tapaði fyrir heimamönnum 6:1.  Eina mark ÍBV gerði Matt Garner þegar hann jafnaði 1:1.  Staðan í hálfleik var 2:1 en Keflvíkingar skoruðu þrjú mörk í blálokin.

Til baka