Fótbolti | 21.09.2009 | 19:34

Gott jafntefli hjá Kristínu Ernu og Elísu

U-19 ára landslið Íslands í knattspyrnu náði jafntefli gegn heimastúlkum í Sviss í dag.  Sviss skoraði eftir 3.mínútur en Íslensku stúlkurnar jöfnuðu strax á 8.mínútu.  Svisslendingar misnotuðu vítaspyrnu á 88.mínútu leiksins. Kristín Erna byrjaði inná en fór af velli í seinni hálfleik.  Elísa Viðarsdóttir kom inná í síðari hálfleik og átti góða innkomu.  Síðasti leikur liðsins er gegn Rúmeníu á miðvikudag og þá kemur í ljós hvort liðið komist áfram í milliriðla.

Til baka