Eyjapeyjar í öðru sæti

| 20.09.2009 | 15:42

Eyjapeyjar í öðru sæti

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja náði þeim stórgóða árangri að enda í 2. til 3. sæti á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák en mótið fór fram í Eyjum um helgina.  Sveit Eyjamanna var lengst af í öðru sæti en á síðustu metrunum skutust Svíar upp að hlið þeirra og urðu sveitirnar hnífjafnar.  Sveit Noregs varð hins vegar Norðulandameistari en Norðmenn leiddu mótið frá upphafi.

Til baka