Heiðruðu Íslandsmeistarana 1979

| 05.10.2009 | 13:52

Heiðruðu Íslandsmeistarana 1979

Á Sumarlokahófi ÍBV-íþróttafélags heiðraði félagið fyrstu Íslandsmeistara ÍBV í karlaknattspyrnu en árið 1979 fögnuðu Eyjamenn sigri á Íslandsmótinu.  Stór hluti hópsins, bæði leikmenn og forráðamenn liðsins eru búsettir í Eyjum en nokkrir af þeim brottfluttu komu á lokahófið.  Forráðamenn ÍBV afhentu hverjum og einum innrammaða mynd sem tekin var haustið 1979 þegar titillinn var í höfn.

Til baka