Fimleikar | 04.09.2009 | 12:36

Vetrarstarfið

Þá er vetrarstarfið komið á fullt og orðið fullt í flesta hópa, erum farin að taka börn á biðlista.Það er þvílík ásókn í fimleika þennan veturinn og gaman að sjá svona marga krakka mætta til leiks.Þar sem mikið af krökkum mæta á sama tíma er nauðsynlegt að allir gangi snyrtilega um.Það er mikil tilhlökkun í okkur þjálfurunum að mæta aftur til starfa og vonumst við eftir skemmtilegum og árangursríkum vetri.Nokkrar reglur sem vert er að hafa í huga fyrir veturinn: REGLUR FIMLEIKAFÉLAGSINS RÁNAR · Tyggjó er bannað á æfingu. · Skartgripir eru bannaðir á æfingum, eyrnalokkar, hálsmen hringir og úr. · Allir sem eru með hár niður á axlir og síðara eiga að vera með teygju í því. · Þið megið hafa með ykkur vatnsbrúsa á æfingu, þeir sem vilja. · Vinsamlegast mætið á réttum tíma á æfingu. · Vinsamlegast mætið í fimleikafötum á æfingu,fótboltabúningar og stór og mikil föt, er ekki æskilegur klæðnaður á fimleikaæfingar. · Við mælum með því að börnin fái sér ávöxt, en ekki kex og súkkulaði í pásum. · Það er bannað að borða inni í klefum og inni í sal, vinsamlegst hendið rusli í ruslaföturnar eftir að þið hafið borðað. · Til að fá keppnisrétt hjá félaginu, þarf að sýna 80% mætingu eða meira. · Þar sem mikill fjöldi barna gengur um íþróttahúsið á hverjum degi, viljum við hvetja ykkur til að ganga snyrtilega um, setja skóna ykkar í hillurnar og hengja upp fötin ykkar, einnig er mikilvægt að ganga snyrtilega um í klefunum. · Við ætlum að verða flottasta félagið í vetur og ganga best um. Með von um gott samstarf í vetur Fimleikaþjálfarar

Til baka