KFS taplaust í gegnum riðlakeppnina

KFS | 23.08.2009 | 10:17

KFS taplaust í gegnum riðlakeppnina

KFS lék síðasta leik sinn í riðlakeppninni á föstudagnn var gegn nágrönnum sínum í KFR. Viðureignir þessara liða í sumar hafa verið jafnar. Fyrri leikurinn heima endaði 1-1 en KFS sigraði 0-2 á Hvolsvelli. Þessi leikur var nokkuð jafn og var jafnt í hálfleik. Sindri segist samt hafa skorað mark í fyrri hálfleik sláin inn, en það var ekki tekið gott og gilt enda maðurinn þegar búinn að skora fjögur mörk sem er meira en venjulegt getur talist.

Til baka