Fótbolti | 18.08.2009 | 14:56

Gauti skrifar undir þriggja ára samning

Hinn ungi og efnilegi sóknarmaður ÍBV, Gauti Þorvarðarson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.  Gauti sem er tvítugur að aldri keppti sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í fyrra í 1.deildinni en alls tók hann þátt í sex leikjum á síðasta ári, fjórum í deild og tveimur í bikar.  Hann hefur aldeilis minnt á sig á þessu tímabili og hefur spilað tíu leiki í Pepsi-deildinni í sumar auk þess sem hann spilaði einn leik í VISA bikarnum. Hann hefur skorað eitt mark í sumar og var það eitt glæsilegasta mark sumarsins, í 3-1 sigri á Grindavík.

Til baka