GV menn áfram meðal þeirra bestu eftir góðan sigur á GA 3-2

Golf | 08.08.2009 | 19:28

GV menn áfram meðal þeirra bestu eftir góðan sigur á GA 3-2

Nú rétt í þessu var að klárast viðureign GV og GA.
Skemmst er frá því að segja að Eyjamenn unnu sannfærandi sigur 3-2 á heimamönnum á Akureyri.
Júlíus Hallgrímsson og Örlygur Helgi Grímsson unni sína leiki í einstaklingskeppninni og gullkálfarnir Karl Haraldsson IPGA og Gunnar Geir Gústafsson unnu fjórmenninginn. Það var sérstaklega ánægjulegt enda fylgdi þeim stór hópur aðdáenda.
Þorsteinn Hallgrímsson og Hallgrímur Júlíusson yngri ákváðu að hafa viðureignina við heimamenn aðeins spennandi og unnu ekki.
Heimildamaður gvgolf.is sagði að Þorsteinn hafi notað mikið af sínum tíma á vellinum í dag til að selja gestum og gangangi kylfur og kerrur og átti stórleik í þvi eins og hans er von og vísa. Hallgrímur aftur á móti átti erfitt með að ferðast um golfvöllinn vegna ágangs ungra meyja úr 10. bekk í Glerárskóla. Hallgrímur er sannarlega trompið í liði Eyjamanna og mun klárlega fara fyrir liði GV á komandi árum. Í lokahófi GV manna sem nú stendur yfir var útnefndur fulltrúi ungukynslóðarinnar og vann þar Karl Haraldsson með sjö atkvæðum gegn einu.
 
Frábært hjá okkar mönnum að tryggja áframhaldandi veru meðal þeirra bestu.
 
Til lukku.
Hægt er að senda okkar mönnum skeyti á 844-3026. Síminn verður opin fram eftir nóttu.

Til baka