IBV 3 ÍA 2 (aka GV vs GL)

Golf | 08.08.2009 | 12:39

IBV 3 ÍA 2 (aka GV vs GL)

GV/ÍBV vann öruggan sigur á GL/ÍA í  morgun í loka leik í riðlakeppni.
Það bar hæst að fjórfætlingarnir í fjórmenningum, Karl Haraldsson IPGA og Gunnar Geir Gústafsson, töpuðu sínum fyrsta leik eftir tvo glæsilega sigra gegn GK og GR. Illar tungur segja að þeir félagar hafi ofmetnast eftir stórkallalega plakataútgáfu norðan heiða. Talað var um næturbrölt en það má vera að þeir hafi einfaldlega verið á æfingasvæðinu fram eftir nóttu.
 
Í einmenningi unnur Hallgrímur Júlíusson yngri, Þorsteinn Hallgrímsson og Örlygur Helgi Grímsson sínar viðureignir.
Þetta var fyrsti sigur Hallgríms og kláraði hann fyrrverandi íslandsmeistara Þórð Emil Ólafsson (bróður Ólafar klippara og þ.a.l. mágur Alla Hauks) á 17. holu.
Loks kom að því að Steini og Ölli sigruðu. Steini sigraði Alla f.v. vallarstjóra GV og Ölli n.v. vallarstjóri gerði e-ð af viti þ.e. annað en að halda úti besta golfvelli á landinu. Leikur Júlla fór í bráðabana og vítaspyrnukeppni þar sem hann tapaði.
Niðurstaðan sem sagt 3-2 fyrir okkar menn, glæsilegt.
 
Næst er það leikur við GA/KA þar sem gríðarlega mikilvægt er að vinna til að tryggja sæti GV/ÍBV áframn meðal þeirra bestu.
 
Sigurður Bragason skeyta- og kylfuberi þakkar þeim fjölmörgu sem hafa send liðinu SMS og ekki síður honum persónulega falleg skeyti eins og hann orðaði það. ":Það er okkur mikilvægt að vita að fólk er að fylgjast með því sem við erum að gera hér fyrir norðar amk það sem gerist á golfvellinum. Bestu kveðjur heim" sagði hann klökkur að lokum við fréttamann gvgolf.is.
SMS-númerið er sem fyrr 844-3026.

Til baka