"Strákarnir okkar" halda norður í dag.

Golf | 05.08.2009 | 10:57

"Strákarnir okkar" halda norður í dag.

Sveitakeppni GSÍ hefst nk. föstudag á Akureyri. Þetta er efsta deild (af 5) og verða þarna 8 sterkustu sveitir landsins. GV er í riðli með Golfklúbbnum Keili úr Hafnarfirði (GK), Reykjavík (GR) og Leinismönnum (GL). í hinum riðlinum eru það svo heimamenn (GA), Golfklúbbur Suðurnesja (GS), Mosfellingar (GKJ) og sameiginlegt lið Kópavogs og Garðabæjar (GKG).
 
Fyrsti leikur GV er á föstudagsmorgun á móti Keilismönnum. Það er nokkuð ljóst að þetta verður þungur róður fyrir okkar menn en við sendum þeim hlýja strauma og óskum þeim alls hins besta.
 
Fylgst verður með gangi mála hér á gvgolf.is um helgina. 

Til baka