| 15.01.2017 | 17:00

ÍBV sigraði Selfoss

Eyja­kon­ur höfðu bet­ur gegn Sel­fyss­ing­um í Olís-deild kvenna í hand­knatt­leik í gær, 28:24. Mbl.is greindi frá.
 
Sig­ur­inn var mjög mik­il­væg­ur þar sem ÍBV sleit sig frá neðstu liðunum en Sel­foss hefði dregið Eyja­kon­ur í al­vöru fall­bar­áttu með sigri. Þess í stað mun­ar sex stig­um þeirra á milli og er ÍBV aðeins tveim­ur stig­um frá Valskon­um sem eru í 4. sæti á meðan Sel­foss er enn í næst­neðsta sæti.
 
Staðan í hálfleik var 14:12 Eyja­kon­um í vil og unnu þær því báða hálfleika með tveggja marka mun. Landsliðskon­an Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var marka­hæst Sel­fyss­inga með ell­efu mörk en Karólína Bæhrenz var at­kvæðamest Eyja­kvenna með níu mörk.
 
Marka­skor­ar­ar Sel­foss: Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir 11, Kristrún Steinþórs­dótt­ir 4, Dij­ana Radoj­evic 3, Adina Ghido­arca 3, Car­men Palam­ariu 2, Mar­grét Katrín Jóns­dótt­ir 1.
 
Marka­skor­ar­ar ÍBV: Karólína Bæhrenz 9, Sandra Erl­ings­dótt­ir 6, Greta Kavaliauskaité 5, Telma Am­ando 4, Kristrún Ósk Hlyns­dótt­ir 2, Sandra Dís Sig­urðardótt­ir 1, Ester Óskars­dótt­ir 1.
 

Meira

| 13.01.2017 | 15:31

Ian Jeffs yfirþjálfari yngri flokkanna

Í byrjun árs var gengið frá samningi við Ian Jeffs varðandi yfirþjálfun í knattspyrnu hjá yngri flokkum félagsins. Ian hefur þegar hafið störf. Félagið bindur miklar vonir við að starfskraftar hans og reynsla muni nýtast félaginu vel.
 
Að auki mun Ian halda áfram að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu sem og að stýra akademíu félagsins.
 
Ian er íþróttafræðingur frá HR og hefur lokið UEFA A. Hann hefur verið leikmaður í úrvalsdeild á Íslandi frá 2003 en hefur einnig spilað í Englandi og Svíþjóð. Ian hefur þjálfað í yngri flokkum ÍBV frá 2011 og stýrt liði meistaraflokks kvenna frá 2015.
 
Ian er í sambúð með Sigríði Ásu Friðriksdóttur og eiga þau tvo syni.
 

Meira

ÍBV skoðar norskan framherja

| 11.01.2017 | 13:30

Eldri fréttir