| 24.09.2017 | 17:24

Annasöm helgi hjá ÍBV

 Þrír leikir fóru fram frá föstudegi til sunnudags hjá meistaraflokkum ÍBV í knattspyrnu og handbolta og er sá fjórði eftir en strákarnir í handboltanum mæta í Gróttu á útivelli á morgun, verða þetta því fjórir leikir á jafnmörgum dögum.
 
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu reið á vaðið á föstudaginn í leik sem var flýtt vegna veðurs. Mættu Eyjakonur Fylki á Hásteinsvelli í úrhellisrigningu og voru aðstæður eftir því. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lyktaði með markalausu jafntefli þar sem tiltölulega lítið markvert gerðist.
 
Stelpurnar í handboltanum gerðu síðan góða ferð til Selfossar í gær þar sem þær lögðu heimaliðið með sjö marka mun, lokastaða 25:32. Markahæst í liði ÍBV var Karólína Bæhrenz með níu mörk talsins.
 
Nú fyrir skömmu mættu strákarnir í fótboltanum Breiðabliki á útivelli þar sem lokatölur voru 3:2, heimamönnum í vil. Shahab Zahedi og Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerðu mörk Eyjamanna. Nú þegar einn leikur er eftir eru Eyjamenn með eins stigs forskot á Víking Ó. í sætinu fyrir neðan.
 

Meira

| 22.09.2017 | 10:34

ÍBV fær Fylkir í heimsókn í dag kl. 16:00

 ÍBV og Fylkir mætast í Pepsi-deild kvenna í dag kl. 16:00. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á morgun en var flýtt vegna slæmrar veðurspár. Um er að ræða síðasta heimleik liðsins þetta tímabilið og því um að gera að mæta á völlinn og hvetja liðið til dáða.

Meira

Viljum spila um stóra titilinn

| 18.09.2017 | 13:09

Eldri fréttir