| 17.08.2017 | 20:26

Jafntefli niðurstaðan í leik ÍBV og Grindavíkur

 ÍBV og Grindavík mættust í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en leiknum lyktaði með 2:2 jafntefli.Cloé Lacasse kom heimamönnum yfir strax á 3. mínútu leiksins þegar skot hennar úr þröngu færi hafnaði í netinu. Eftir um klukkutíma leik jöfnuðu Grindavík metin úr aukaspyrnu af löngu færi. Tíu mínútum síðar náði Kristín Erna Sigurlásdóttir forystunni aftur fyrir ÍBV með fínu skoti inni í teig. Þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks slapp María Sól Jakobsdóttir, leikmaður Grindavíkur, ein í gegn eftir mistök í vörn ÍBV og skilaði boltanum í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og svekkjandi jafntefli niðurstaðan. Eftir umferðina eru Eyjakonur með 27 stig í fjórða sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Breiðablik og Stjarnan í sætunum fyrir ofan. Þór/KA standa vel að vígi með 35 stig í efsta sætinu.

Meira

| 17.08.2017 | 11:04

Pepsi-deild kvenna: ÍBV-Grindavík í dag kl. 18:00

Kvennalið ÍBV fær Grindavík í heimsókn í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag kl. 18:00. Liðin mættust einnig síðustu helgi í undanúrslitum bikarsins þar sem Eyjakonur höfðu betur í vítaspyrnukeppni. Með sigri kæmist ÍBV upp í annað sætið í deildinni en bæði Stjarnan og Breiðablik, sem þegar hafa spilað í umferðinni, eru með 27 stig í öðru og þriðja sætinu, stigi á undan ÍBV.

Meira

ÍBV bikarmeistari 2017

| 12.08.2017 | 19:49

Eldri fréttir