| 20.10.2017 | 10:32

Æfingarhelgi hjá fimleikafélaginu Rán í Týsheimilinu

Æfingarhelgi hjá fimleikafélaginu Rán fer fram um helgina þar sem  Bjarni Gíslason landsliðsþjálfari verður á staðnum
 
Æfingarnarplanið:
 
 
Laugardaginn 21 okt
Lau: 11-12:30 Þjálfaranámskeið
Lau: 13-15:30 Keppnishópur yngri ( Árgangur 2006-2008)Týsheimili
Lau 16-18:30 Keppnishópur eldri ( Árgangur 2000-2005)Týsheimili
 
Sunnudaginn 22 Okt Íþróttahús salur 3
Sun kl 9-10 Grunnhópur 1 ( Árgangur 2012-2013)
Sun kl 10-11 Grunnhópur 2 ( Árgangur 2009-2011 )
Sun kl 11:30-14 Keppnishópur yngri ( Árgangur 2006-2008)
Sun kl 14:30-17 Keppnishópur eldri ( Árgangur 2000-2005)
Sun kl 17:15-18:15 Gamlir og nýir iðkendur
 
 

Meira

| 20.10.2017 | 10:17

Tap gegn Fram

ÍBV þurfti að sætta sig við tap þegar liðið mætti Fram á útivelli í gær, lokastaða 33:30.
 
Jafnræði var með liðunum í leiknum en heimamenn í Fram höfðu þó yfirhöndina þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik, staðan 16:13.
 
Forystuna létu liðsmenn Fram aldrei af hendi og fór hún mest í fimm mörk í síðari hálfleiknum. Svo fór að leikurinn endaði með þriggja marka mun eins og fyrr segir.
 
Markahæst í liði ÍBV var Greta Kavaliauskaite með átta mörk en þar á eftir kom Sandra Erlingsdóttir með sjö. Erla Rós Sigmarsdóttir var með tíu skot varin í markinu og Guðný Jenný Ásmundsdóttir sex.
 
 
 

Meira

Eldri fréttir