| 3.12.2016 | 18:30

Sigur hjá ÍBV en tap hjá ÍBV 2

ÍBV gerði góða ferð í Mýr­ina í Garðabæ þegar liðið lagði Stjörn­una, 22:21, í hörku­leik í 14. um­ferð Olís-deild­ar karla í hand­knatt­leik í dag. Mbl.is greindi frá.
 
Eyja­menn voru fjór­um mörk­um yfir eft­ir fyrri hálfleik­inn, 11:15, en Stjörnu­menn sóttu í sig veðrið þegar á leið á seinni hálfleik­inn og tókst að jafna met­in þegar skammt var eft­ir af leikn­um en ÍBV náði að knýja fram sæt­an sig­ur.
 
Mörk Stjörn­unn­ar: Ari Magnús Þor­geirs­son 5, Ólaf­ur Gúst­afs­son 5, Garðar Sig­ur­jóns­son 3, Hjálmtýr Al­freðsson 2, Brynj­ar Jök­ull Guðmunds­son 2, Guðmund­ur Guðmunds­son 2, Stefán Darri Þórs­son 1, Starri Friðriks­son 1.
 
Mörk ÍBV: Grét­ar Þór Eyþórs­son 4, Sig­ur­berg­ur Sveins­son 4 Kári Kristjáns­son 4, Theo­dór Sig­ur­björns­son 3, Magnús Stef­áns­son 2, Agn­ar Smári Jóns­son 2, Elliði Snær Viðars­son 2, Ágúst Emil Grét­ars­son 1.
 
ÍBV komst með sigr­in­um upp að hlið Sel­foss en bæði lið hafa 14 stig í 5.-6. sæti en nýliðar Stjörn­unn­ar eru í botnsæt­inu með 9 stig.
 
Fyrr í dag tapaði ÍBV 2 fyrir Haukum 20-38 í Coca Cola bikar karla.

Meira

| 2.12.2016 | 13:24

Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum

Ársþing KSÍ á næsta ári fer fram í Vestmanneyjum. Ársþingið verður haldið laugardaginn 11. febrúar næstkomandi.
 
Möguleiki er á formannsslag á ársþinginu en Guðni Bergsson íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni.
 
Yfirleitt fer ársþingið fram í Reykjavík en af og til hefur það verið haldið úti á landi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, óttast ekki að fulltrúar félaganna mæti síður á ársþingið þar sem það verði ekki á höfuðborgarsvæðinu.
 
?Reynslan er sú að ársþing hafa verið mjög vel sótt þegar við höfum þingin utan Reykjavíkur," sagði Klara við Fótbolta.net.
 
?Ég á von á því að Reykvíkingar sem og aðrir mæti til Vestmannaeyja. Það er jafn langt í báðar áttir. Við ætlumst til að Vestmannaeyingar mæti til okkar og þá hljótum við að geta mætt til þeirra."
 
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/02-12-2016/arsthing-ksi-fer-fram-i-vestmannaeyjum#ixzz4RgfGUEOd
 

Meira

Tap gegn FH

| 25.11.2016 | 21:23

Eldri fréttir