| 26.04.2017 | 09:47

Fótboltinn rúllar af stað með tveimur leikjum á Hásteinsvelli

Þrátt fyrir að veðurhorfur á landinu næstu daga bendi ekki til þess að sumarið sé á næsta leiti, breytir það því ekki að fótboltatímabilið er í þann mund að hefjast. Fyrstu leikirnir í Pepsi-deild kvenna munu fara fram á morgun en ÍBV á þó ekki leik fyrr en á föstudag þegar KR kemur í heimsókn en leikurinn hefst kl. 18:00. ÍBV og Fjölnir munu síðan etja kappi í Pepsi-deild karla á Hásteinsvelli á sunnudaginn og mun sá leikur hefjast kl. 17:00.
Eftir síðasta tímabil var Kristján Guðmundsson, fyrrum þjálfari Keflavíkur og HB Þórshafnar, ráðinn til starfa sem þjálfari karlaliðsins eftir brotthvarf Bjarna Jóhannssonar og hefur hann undanfarna mánuði verið að setja mark sitt á starfið innan knattspyrnudeildar karla. ÍBV hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu árin og iðulega verið meðal neðstu liða í botnbaráttu síðan Heimir Hallgrímsson steig frá borði sem þjálfari liðsins árið 2012.
Síðan þá hefur hver þjálfarinn á fætur öðrum spreytt sig en aldrei enst í starfi. Miklar vonir eru því bundnar við komu Kristjáns Guðmundssonar um stöðugleika og betri árangur en sjálfur segir hann að fyrsta skrefið í ferlinu verði að skilja liðið frá botninum. ?Við viljum vinna okkur upp í miðjustrikið, svona sjötta til fimmta sæti, en það er síðan annað stökk að ná efstu liðunum. Það er hugsunin að lyfta liðinu upp frá þeim stað sem það hefur verið seinustu tvö til þrjú árin, þar áður var liðið alltaf í toppnum og í Evrópukeppnum og þangað viljum við fara aftur,? segir Kristján sem fer nánar yfir málin í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.
Kvennalið ÍBV hefur undanfarin ár siglt lygnan sjó í deildinni og samkvæmt spám sérfræðinga verður engin breyting þar á í sumar. Ian Jeffs, þjálfari liðsins, segir þessar spár á vissan hátt góðar þar sem utanaðkomandi pressa ætti ekki að hafa mikil áhrif á leikmenn. Hins vegar telur hann mikilvægt að innan liðsins eigi væntingunum ekki að vera stillt í hóf. ?Innan hópsins verðum við að gera meiri kröfur, okkar markmið er töluvert meira en þetta, við viljum ekki vera miðjudeildarlið, við viljum vera ofar og reyna að berjast við þessi topplið. Við erum oft að spila vel gegn liðunum fyrir neðan okkur en við verðum að gera betur gegn þessum sterkustu liðum, sem enduðu fyrir ofan okkur í fyrra. Við minnkuðum bilið á milli okkar og stóru liðanna á síðasta tímabili og verðum núna að taka næsta skref í því ferli,? segir Jeffs.
 
 

Meira

| 15.04.2017 | 20:48

Eyjamenn komnir í sumarfrí

Karlalið ÍBV í handbolta er komið í sumarfrí eftir að hafa tapað fyrir Val á heimavelli í kvöld en þetta var þriðja viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Lokastaða var 26:27 eftir æsispennandi leik. 
 
Agnar Smári Jónsson - 
Elliði Snær Viðarsson - 
Theodór Sigurbjörnsson - 4 / 1 
Róbert Aron Hostert - 
Kári Kristján Kristjánsson - 
Dagur Arnarsson - 
Sigurbergur Sveinsson - 
Sindri Haraldsson - 
Grétar Þór Eyþórsson - 1
 
Kolbeinn Arnarsson - 5 / 1 
Stephen Nielsen - 
 
Myndir frá leiknum.
 

Meira

Eldri fréttir