| 23.10.2016 | 20:36

Eyjamenn dottnir út úr bikarnum

Karlalið ÍBV mætti Selfossi í dag í Coca Cola bikarnum. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, en eftir venju­leg­um leiktíma var staðan jöfn 28:28. Að lokinni framlengingu stóðu Selfyssingar uppi með pálmann í höndunum, lokastaða 33:32 og Eyjamenn þar með úr leik.
 
 

Meira

| 22.10.2016 | 23:14

Einstök íþróttamannsleg hegðun Hrafnhildar Skúladóttur

Ansi áhugavert atvik átti sér stað í leik ÍBV og Hauka í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sýndi þá af sér afar íþróttamannslega hegðun. Fimmeinn.is greindi frá.
Forsaga málsins er sú að leikmaður ÍBV varð fyrir hnjaski í leiknum og var spurð af dómara leiksins hvort hún þyrfti aðstoð sjúkraþjálfara. Hún svaraði því neitandi en þá var sjúkraþjálfari Haukaliðsins engu að síður lagður af stað inn á völlinn til að hlúa að leikmanni ÍBV en Hrafnhildur hafði beðið sjúkraþjálfara Hauka um að aðstoða sinn leikmann þar sem sjúkraþjálfari ÍBV var staddur inni í klefa að hlúa að öðrum leikmanni.
Þar sem dómarar leiksins höfðu ekki gefið sjúkraþjálfara Hauka leyfi til þess að stíga inn á völlinn fékk Haukaliðið tveggja mínútna brottvísun og þurfti að spila manni færri. Það fannst Hrafnhildi ósanngjarnt þar sem hún hafði beðið sjúkraþjálfarann um að fara inn á völlinn. Brá hún þá á það ráð að kippa einum af sínum leikmönnum útaf líka næstu tvær mínúturnar svo áfram yrði jafnt í liðum.
Tekið skal fram að ÍBV var undir á þessum tímapunkti og liðið endaði líka á að tapa leiknum. Hrafnhildur fær þó mikið hrós fyrir þessa gríðarlegu íþróttamannslegu hegðun en ætla má að afar fáir þjálfarar hefðu gert það sama í þessari stöðu.
 

Meira

Tap gegn Haukum

| 22.10.2016 | 17:31

ÍBV-Haukar í dag kl. 13:30

| 22.10.2016 | 09:18

Tap gegn Aftureldingu

| 20.10.2016 | 21:00

Tap gegn Aftureldingu

| 20.10.2016 | 21:00

Eldri fréttir