Haukar lítil fyrirstaða fyrir ÍBV

03.02.2018
 Kvennalið ÍBV í handbolta sigraði Hauka með 11 marka mun þegar liðin mættust í Olís-deildinni á Ásvöllum í dag. Varnarleikur Eyjakvenna var virkilega góður í leiknum en Haukaliðinu tókst einungis að skora fjögur mörk í fyrri hálfleiknum á móti 11 mörkum ÍBV.   Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði ÍBV með átta mörk. Fast á hæla hennar kom Ester Óskarsdóttir með sjö mörk.   Hauk­ar eru í 2. sæti deild­ar­inn­ar með 24 stig, tveim­ur stigum á eft­ir Val á toppnum. ÍBV er í 4. sæti með 22 stig.