Strákarni mæta Turda í undanúrslitum

02.04.2018
ÍBV mæt­ir Potaissa Turda frá Rúm­en­íu í undanúr­slit­um Áskor­enda­keppni Evr­ópu í hand­knatt­leik en það varð ljóst nú í dag. Eyja­menn slógu út Krasnod­ar í 8-liða úr­slit­un­um með sann­fær­andi sigr­um, sam­an­lagt 66:51. Turda sló út norska liðið Fyll­ingen fyrr í dag en ein­víg­inu lauk sam­an­lagt 59:56.   Rúm­enska liðið er mörg­um Íslend­ing­um kunn­ugt enda mætti það Val á sama stigi keppn­inn­ar í fyrra í afar um­deildu ein­vígi. Vals­menn unnu þá stórt á Hlíðar­enda en töpuðu ein­víg­inu með einu marki eft­ir níu marka tap í Rúm­en­íu í ótrú­leg­um leik þar sem dóm­ar­arn­ir stálu sviðsljós­inu. www.mbl.is greindi frá.