KFS | 15.08.2009 | 15:30

Álftanes - KFS

KFS vann loksins sigur á sterku liði Álftanes í dag, báðar fyrri viðureignum liðana enduðu með 1-1 jafntefli og KFS staðráðnir að sigra Álftanesinga einu sinni í sumar. KFS byrjaði betur og var komið yfir eftir 8 mín leik og staðan í hálfleik 1-0 þrátt fyrir að bæði lið hefðu geta skorað mörk. Álftanes jafnaði leikinn en KFS skoraði 2 mörk með stuttu millibilli og gerði næstum út um leikinn. Andstæðingarnir voru hinsvegar ekki sammála og skoruðu eitt mark og settu pressu undir lokinn en KFS hélt út og tryggði sér sigur.

Til baka