ÍBV vann með fjór­tán marka sigri

14.02.2018
ÍBV sigraði Gróttu með fjór­tán marka mun í leik liðanna í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV er þá komið með 24 stig í fjórða sæti deild­ar­inn­ar.   Leik­ur­inn var aldrei spenn­andi og þá sér­stak­lega ekki eft­ir að Lovísa Thomp­son fékk rautt spjald. Lovísa hrinti á eft­ir Söndru Dís Sig­urðardótt­ur sem hugðist skora sitt fjórða mark á 12. mín­útu leiks­ins. Sandra var virki­lega óhepp­in og lenti ótrú­lega illa. Dóm­ar­ar leiks­ins sáu eng­an ann­an kost í stöðunni en að gefa Lovísu rauða spjaldið.   Marka­hæst­ar hjá ÍBV voru þær Sandra Erl­ings­dótt­ir, Ester Óskars­dótt­ir, Karólína Bæhrenz og Greta Kavaliu­skaite. Sandra gerði 10, Ester 7, Greta og Karólína 5. Hjá Gróttu skoraði Sa­vica Mrkik lang­mest eða 9 mörk.   www.mbl.is greindi frá.