Strákarnir mæta Haukum - Stelpurnar mæta Fram
14.02.2018ÍBV og Fram mætast í undanúrslitum í kvennaflokki í Coca Cola bikarkeppninni í handknattleik. Strákarnir mæta Haukum í Laugardagshöll í mars. Dregið var á blaðamannafundi nú í hádeginu. Undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll eins og úrslitaleikirnir. Undanúrslitin eru afgreidd á fimmtudegi og föstudegi, úrslitaleikirnir á laugardeginum og úrslitaleikir yngri flokka á sunnudeginum. Þessi lið mætast í kvennaflokki: Fimmtudagur 8. mars ÍBV - Fram klukkan 17:15 KA/Þór - Haukar klukkan 19:30 Þessi lið mætast í karlaflokki: Föstudagur 9. mars Haukar - ÍBV klukkan klukkan 17:15 Selfoss - Fram klukkan 19:30 www.visir.is greindi frá.