ÍBV-SELFOSS í kvöld
20.02.2018Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 19.30 fer fram leikur ÍBV og Selfoss í Olísdeild kvenna. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar stelpur því að með sigri erum þær búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Selfoss er í neðri hluta töflunar en hafa verið að vinna á, enda hafa þær verið að fá streka leikmenn til baka úr meiðslum. Þær voru virkilega óheppnar í síðustu umferð þegar þær töpuðu með einu marki í hörku spennandi leik á móti sterku liði Hauka.
Allir á völlinn og styðjum stelpurnar.
Áfram ÍBV