ÍBV vann toppliðið

26.02.2018
ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann FH með átta marka mun í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Fyrirfram var reiknað með hörku leik, en ÍBV var í 3. sæti með 26 stig á meðan FH var með fimm stigum meira í toppsætinu.  ÍBV var yfir all­an tím­ann og  settu þeir tón­inn strax í byrj­un og komust í 4:1, FH tókst aldrei að jafna eft­ir það.  Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 20-13. Gestirnir byrjuðu betur í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk strax í upphafi. En ÍBV átti leikinn svo undir lokinn. Lokatölur 37-29.  Theodór Sigurbjörnsson skoraði flest mörk fyrir ÍBV, 9 mörk, þar af þrjú úr vítum. Þar á eftir kom Agnar Smári Jónsson með 6 mörk.  FH heldur toppsætinu en ÍBV eru nú komnir í 2. sæti deildarinnar með 28 stig og eiga leik til góða á FH og geta  jafnað þá að stigum ef þeir vinna þann leik.