Priestley David Griffiths nýr leikmaður ÍBV
26.02.2018ÍBV hefur gert þriggja ára samning við breska miðjumanninn Priestley David Griffiths. Priestley er 21 árs og alinn upp hjá Middlesbrough á Englandi. Hann á að baki 6 leiki með U-17 landsliði Englands. Við bjóðum hann velkominn til Eyja.