ÍBV fær 12,2 milljónur úr ferðasjóð ÍSI

12.03.2018
Íþrótta­fé­lög lands­ins hafa nú fengið alls tæp­lega 127 millj­ón­ir króna úr svo­kölluðum Ferðasjóði íþrótta­fé­laga vegna ferðakostnaðar á ár­inu 2017. Sjóður­inn er fjár­magnaður af rík­is­sjóði en það er Íþrótta- og ólymp­íu­sam­band Íslands sem sér um um­sýslu hans, út­reikn­ing styrkja og út­hlut­un til fé­lag­anna. ww.mbl.is greindi frá.   Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu ÍSÍ bár­ust Ferðasjóðnum 250 um­sókn­ir um ferðastyrk. Um­sókn­irn­ar komu frá 129 fé­lög­um í 21 íþrótta­héraði, vegna 2.972 keppn­is­ferða í 21 íþrótta­grein.   Heild­ar­upp­hæð um­sókna nam tæp­lega 467 millj­ón­um króna, og sem fyrr seg­ir var því orðið við ósk­um um sem nem­ur rúm­lega fjórðungi þeirr­ar upp­hæðar.   Á vef ÍSÍ kem­ur fram hvernig millj­ón­irn­ar 127 skipt­ast á milli 21 íþrótta­héraðs. Af þeim fær Íþrótta­banda­lag Ak­ur­eyr­ar hæstu upp­hæðina eða rétt tæp­lega 30 millj­ón­ir króna. Ung­menna- og íþrótta­sam­band Aust­ur­lands kem­ur þar næst með 17,3 millj­ón­ir króna, Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur fær 14,4 millj­ón­ir og Íþrótta­banda­lag Vest­manna­eyja 12,2 millj­ón­ir. Lægsta upp­hæð fær Ung­menna­sam­band Aust­ur-Hún­vetn­inga eða 14.296 krón­ur.