Bikarmeistarar í stökkfimi

14.03.2018
 Bikarmót FSÍ í stökkfimi fór fram hjá Aftureldingu laugardaginn 10. mars sl. Fimleikafélagið Rán sendi þrjú lið til keppni og segja má að öllum liðunum hafi gengið mjög vel. Þjálfarar stelpnanna eru Sigurbjörg Jóna Ísfeld Vilhjálmsdóttir og Eínborg Eir Sigurfinnsdóttir. Liðin eru skipuð fjórum til sjö keppendum og tvær af stúlkunum í 3. flokki kepptu einnig með 2. flokki. Stelpurnar í 3. flokki B enduðu í 2. sæti, 3. flokkur A endaði einnig í 2. sæti og stelpurnar í 2. flokki A urðu bikarmeistarar.