Arnar um atburðarás helgarinnar: „Búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál"

16.03.2018
„Það voru margir sem gerðu mistök um helgina og auðvitað varð að bregðast við því. Stjórn og handboltaráð fannst mér taka vel á þessum málum og fara eins vel í gegnum þetta og hægt var,” sagði Arnar í samtali við Akraborgina í gær og mælum við með að hlusa á viðtalið hérna.   En mun Sigurður snúa aftur á hliðarlínuna í vor? „Nei, engin ákvörðun verið tekinn um það. Sigurður Bragason er minn uppeldisfélagi. Hann gerði mistök sem enginn sér meira eftir en hann og við verðum að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. Theodór, sem er mér einnig afskaplega kær, er að jafna sig. Staðan var ekkert sérstök, en hann er að koma til. Tíminn verður að leiða í ljós hver næstu skref verða og hvernig við tæklum þetta.”   Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru í agabanni í leiknum í gær, en Arnar segir að þeir eins og fleiri hafi gert mistök. „Eins og fleiri þá gerðu þeir mistök, en það gera allir mistök. Ég held ég þekki engan sem hefur ekki gert nein mistök. Þeir læra að því og eru örugglega búnir að því. Ég á ekki von á neinu öðru en að þeir komi sterkari til baka.”   „Þetta er allt að koma. Auðvitað er þetta búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál. Það þarf enginn að ljúga einhverju öðru, en við erum að sjá ljósið og erum farnir að finna fyrir því aftur að við erum bikarmeistarar og ná stórum titli í hús.”