Eyjamenn einum sigri frá deildarmeistaratitlinum

18.03.2018
 Karlalið ÍBV í handbolta er í góðri stöðu eftir eins marks sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 29:28.   Leikurinn í kvöld var jafn allan tímann en undir lokinn sigu Eyjamenn fram úr og náðu þriggja marka forystu. Stjörnumenn skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og minnkuðu muninn í 29:28 sem urðu lokatölur eins og fyrr segir.   Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 14 skot í markinu.   Eftir umferðina er ljóst að þrjú lið geta orðið deildarmeistarar, þ.e. ÍBV, Selfoss og FH en öll eru þau með 32 stig. Ef ÍBV sigrar Fram trygg­ir liðið sér deild­ar­meist­ara­titil­inn sama hvernig fer í hinum leikjun þar sem ÍBV stendur betur að vígi í inn­byrðisviður­eign­um þess­ara þriggja liða.    Eins og greint var frá fyrr í kvöld þá skrifaði Erlingur Richardsson undir þriggja ára samning við ÍBV sem tekur gildi í sumar.   - Myndir