Eyjamenn deildarmeistarar eftir dramatík

21.03.2018
Eyjamenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn rétt í þessu eftir að liðið lagði Fram að velli með einu marki, lokatölur 34:33   Leikurinn var vægast sagt spennandi en ÍBV var fjórum mörkum undir um miðjan síðari hálfleik. Þegar tvær mínútur lifðu leiks þurfti ÍBV þrjú mörk til að tryggja sér titilinn en bæði Selfoss og FH unnu sína leiki örugglega í kvöld. Allt gekk eftir og var það Agnar Smári Jónsson sem skoraði lokamark leiksins þegar sex sekúndur voru eftir.    Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV með 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði tíu skot í markinu.