Herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV
21.03.2018Föstudaginn 23.mars verður árlegt Herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV í Golfskálanum. Að vanda verður öllu til tjaldað og sér Einsi Kaldi um veisluna á meðan Auddi og Steindi skemmta gestum.
Lukkuhjólið, pílukastið, leynigestir á barnum og annáll frá Jóa P, allt á sínum stað. Brakandi ferski bikarinn verður að sjálfsögðu til sýnis og vonandi ilvolgur deildarmeistaratitill í eftirrétt. Forsala fer fram á Hárstofu Viktors og er miðaverð 5.500 kr.
Allir í bátana, áfram ÍBV!