Eyjamenn unnu í Rússlandi
25.03.2018 ÍBV og Krasnodar frá Rússlandi mættust í Áskorendabikar Evrópu í dag þar sem ÍBV fór með tveggja marka sigur af hólmi, lokatölur 25-23.
ÍBV var sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að nokkra lykilmenn vantaði í liðið en Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson voru frá vegna meiðsla og var Magnús Stefánsson eftir á Íslandi vegna vinnu.