Sigurbergur framlengir til ársins 2021

30.03.2018
Sigurbergur Sveinsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV til ársins 2021. Sigurbergur hefur spilað 20 leiki í Olísdeildinni í vetur og skorað í þeim 112 mörk eða 5.6 mörk að meðaltali í leik og á stóran þátt í þeim tveimur titlum sem liðið hefur unnið á þessu tímabili. Hann er að klára sitt annað tímabil í Eyjum núna og er mikil ánægja innan herbúða ÍBV að hann hafi viljað framlengja við félagið. Sigurbergur verður að sjálfsögðu með íBV á morgun þegar liðið mætir Krasnodar í Evrópukeppninni kl. 15.30 í Vestmannaeyjum, allir á völlinn.