Hlynur Andrésson setti Íslandsmet
31.03.2018 Hlauparinn Hlynur Andrésson setti Íslandsmet í 10 km hlaupi í gær þegar hann fór vegalengdina á 29:20:92. Greinir hann jafnframt frá því á facebook síðu sinni að hann hafi átt mikið inni en aðstæður voru erfiðar sökum vinds. Að eigin sögn gerði hann sömuleiðis taktísk mistök sem endaði með því að hann þurfti að leiða hlaupið síðustu 2,4 km. Það kom hins vegar ekki að sök og er Hlynur nú hraðasti Íslendingurinn í 3 km, 5 km og 10 km hlaupi.