Strákarni mæta Turda í undanúrslitum
02.04.2018ÍBV mætir Potaissa Turda frá Rúmeníu í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik en það varð ljóst nú í dag. Eyjamenn slógu út Krasnodar í 8-liða úrslitunum með sannfærandi sigrum, samanlagt 66:51. Turda sló út norska liðið Fyllingen fyrr í dag en einvíginu lauk samanlagt 59:56. Rúmenska liðið er mörgum Íslendingum kunnugt enda mætti það Val á sama stigi keppninnar í fyrra í afar umdeildu einvígi. Valsmenn unnu þá stórt á Hlíðarenda en töpuðu einvíginu með einu marki eftir níu marka tap í Rúmeníu í ótrúlegum leik þar sem dómararnir stálu sviðsljósinu. www.mbl.is greindi frá.