ÍBV með sex fulltrúa í landsliðshópum hjá HSÍ
04.04.2018Bjarni Fritzson og Heimir Ríkharðsson, landsliðsþjálfarar U-20 og U-18 karla í handknattleik hafa valið hópa sem koma saman til æfinga í Reykjavík helgina 6.-8. apríl nk. ÍBV á 6 fulltrúa í þessum hópum, það eru þeir Andri Ísak Sigfússon, Ágúst Emil Grétarsson, Daníel Griffin, Elliði Snær Viðarsson og Friðrik Hólm Jónsson í U-20 og Ívar Logi Styrmisson í U-18. Elliði Snær mun ekki taka þátt í þessum æfingum þar sem hann hefur verið kallaður inn í B-landsliðið sem er á leiðinni til Hollands á æfingamót. Þar munu þeir spila á móti landsliðum Hollands og Japan,er greint frá á ibvsport.is.