Langþráður sigur ÍBV á Fram - jafnt í einvíginu

05.04.2018
 ÍBV vann þriggja marka sigur á Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Hafa nú liðin bæði sigrað einn leik í einvíginu en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit.   Útlitið var ekki gott fyrir ÍBV í upphafi leiks en Fram liðið náði fljótlega yfirhöndinni og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan 9:13.   Eyjakonur mættu hins vegar einbeittar til leiks í síðari hálfleik og voru búnar að jafna metin áður en langt var um liðið. Undir lok leiks var ÍBV búið að snúa leiknum sér í hag og fór svo að heimkonur unnu þriggja marka sigur eins og fyrr segir.   Estert Óskarsdóttir og Sandra Dís Sigurðardóttir voru markahæstar í liði ÍBV með sex mörk hvor. Erla Rós Sigmarsdóttir varði tíu skot í markinu.   myndir