ÍBV að semja við miðvörð frá Gíneu-Bissá

06.04.2018
 Samkvæmt frétt fótbolta.net er ÍBV að ganga frá samningi við hinn 21 árs Gilson Correia, miðvörð frá Gíneu-Bissá en hann spilaði hálfleik í 0:4 sigri á Haukum í gær. Gilson, sem einungis á eftir að standast læknisskoðun, er uppalinn hjá Belenenes í Portúgal en í vetur spilaði hann með Sertanense í C-deildinni í þar í landi.    Er Gilson sjöundi leikmaðurinn sem ÍBV fær til sín síðan síðasta sumar en áður hafði félagið samið við Alfreð Má Hjaltalín, Ágúst Leó Björnsson, Dag Austmann Hilmarsson, Henry Rollinson, Priestley Griffiths og Yvan Erichot.