Eyjakonur úr leik - myndir

11.04.2018
 Kvennalið ÍBV í handbolta laut í lægra haldi fyrir Fram í fjórða leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fór í kvöld, lokatölur 24:27. Með sigrinum tryggði Fram sér farseðilinn í úrslitin þar sem liðið mætir annað hvort Haukum eða Val.   Jafnræði var með liðunum í fyrrihálfleiknum en það voru Eyjakonur sem leiddu með einu marki þegar flautað var til hálfleiks, staðan 12:11.   Í síðari hálfleik sóttu gestirnir í sig veðrið og náðu mest fjögurra marka forskoti á ÍBV. Þegar uppi var staðið reyndist Fram liðið sterkara og svo fór að þremur mörkum munaði á liðunum í lok leiks, verðskuldaður sigur Fram. ÍBV tapar því einvíginu 1:3 og er komið í sumarfrí.   Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk. Karólína Bæhrenz, Ester Óskars­dótt­ir og Greta Kaval­isu­skaite gerðu fimm mörk hver. Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir varði 11 skot í mark­inu.   Myndir