Fjórða viðureignin í einvígi ÍBV og Fram

11.04.2018
Í kvöld fer fram fjórða viðureignin í einvígi ÍBV og Fram í úrslitakeppni kvenna í handbolta, leikurinn hefst kl. 18.00.   Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Fram, þannig að ÍBV verður að vinna til þess að detta ekki út. Síðustu leikir hafa verið spennandi og flottir handboltaleikir. ÍBV er með bakið upp að vegg núna og þurfa á öllum stuðningi bæjarbúa að halda. Stelpurnar eru ennþá taplausar á heimavelli og ætla að halda því þannig. Mætum á völlinn og hjálpum þeim í þessu erfiða en skemmtilega verkefni. Barnapössunin verður á sínum stað og í hálfleik verða seldar pizzur frá 900 Grillhús