Síðan skein sól - Órafmagnaðir á Háaloftinu
13.04.2018Sólin var sú hljómsveit sem byrjaði snemma að tileinka sér þetta form á framkomu og fóru þó nokkrar tónleikaferðir þar sem einungis var leikið unplugged og verður nándin og tilfinningin oft hlýrri og persónulegri. Lög sem fá ekki að heyrast eins oft og þegar rokkið er allsráðandi, en fá að blómstra unplugged. Lög eins og, Ég stend á skýi, Kartöflur, Svo marga daga, Úlfurinn, til að nefna nokkur og einnig er gaman að heyra önnur rokkaðari lög í nettari útsetningum, Geta pabbar, Síðan hittumst við, Nostalgía o.s.fv. Við bjóðum upp á tvenna tónleika laugardaginn 21. apríl - klukkan átta (húsið opnar klukkan sjö) og klukkan ellefu (húsið opnar hálf ellefu) Athugið að það verður takmarkað miðaframboð á hvora tónleika um sig og því rétt að ná sér í miða í forsölu í tíma. Einsi kaldi ætlar að bjóða upp á rokkaðann tónleikamatseðil á veitingastaðnum sínum í tilefni þess að átrúnaðargoðið hans er á leið til Eyja. Þá geta tónleikagestir fyrri tónleikanna farið þangað eftir tónleika, en þeir sem sækja seinni tónleikana hita upp hjá Einsa. Við kynnum matseðilinn innan tíðar. Forsala miða verður í Tvistinum frá fimmtudeginum 11.apríl klukkan 12 á hádegi - Verð í forsölu 4.900,- en 5.900 við inngang.