N1 aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla ÍBV

20.04.2018
N1 er á nýjan leik orðið aðalstyrktaraðili ÍBV í karla knattspyrnu. Olíufélagið var aðalstyrktaraðili ÍBV á árunum 1988-2006. Á því tímabili varð félagið tvívegis Íslandsmeistarar og einu sinni tvöfaldir meistarar bikar og íslandsmeistarar.   N1 hefur verið dyggur bakhjarl deildarinnar á síðustu árum, en það er skemmtilegt að rifja upp gömlu góðu tímana, nú þegar þeir eru aftur orðnir fremstir í flokki. Samstarfið milli ÍBV og N1 hefur verið með eindæmum farsælt.   „ÍBV er félag í fremstu röð í íslensku íþróttalífi, markið er alltaf sett hátt hjá félaginu og það er mikilvægt að finna fyrir þessum mikla stuðning og áhuga sem N1 sýnir félaginu og samfélaginu. Mikil ánægja er því innan félagsins með nýjan samstarfssamning og tilhlökkun mikil fyrir komandi tímum.“ Segir í tilkynningu frá félaginu.